Sælir með söngkonuleysi 28. nóvember 2006 14:30 Valur Heiðar Sævarsson segir sveitina vera orðna rokkaðri og er hæstánægður með nýju plötuna. fréttablaðið/stefán „Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við. „Nei, við byrjuðum svona og vorum svona í þrjú ár svo við kunnum þetta alveg,“ sagði Valur. „Við höfum líka þróast út í svolítið rokkaðra þema, svo þetta hentar mjög vel.“ Rokkaðri hljómur sveitarinnar er meðal þess sem fékk kumpánana úr útvarpsþættinum Capone til að gefa plötunni fjórar stjörnur. „Við höfum nú ekki átt upp á pallborðið hjá þessum köppum,“ sagði Valur, aðspurður hvort dómurinn hefði komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað ánægjulegt, þeir drulla að minnsta kosti ekki yfir okkur,“ sagði hann hlæjandi. „En við höfum sjálfir aldrei verið ánægðari með plötu,“ bætti hann við. Buttercup hefur ekki uppi nein áform um að snúa aftur á sveitaballamarkaðinn. „Við fengum bara alveg nóg af því, þetta er ekki mjög heillandi til lengdar,“ sagði Valur, en sveitin stundaði sveitaböllin nánast linnulaust í fimm ár. „Við ætlum frekar að halda tónleika og svo erum við komnir með hugmynd að næstu plötu, sem verður vonandi ekki 1500 daga í gerjun,“ sagði Valur. Íris Kristinsdóttir Söng með Buttercup á árum áður, en meðlimir sveitarinnar eru í dag ánægðir með söngkonuleysið. fréttablaðið/gva . Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við. „Nei, við byrjuðum svona og vorum svona í þrjú ár svo við kunnum þetta alveg,“ sagði Valur. „Við höfum líka þróast út í svolítið rokkaðra þema, svo þetta hentar mjög vel.“ Rokkaðri hljómur sveitarinnar er meðal þess sem fékk kumpánana úr útvarpsþættinum Capone til að gefa plötunni fjórar stjörnur. „Við höfum nú ekki átt upp á pallborðið hjá þessum köppum,“ sagði Valur, aðspurður hvort dómurinn hefði komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað ánægjulegt, þeir drulla að minnsta kosti ekki yfir okkur,“ sagði hann hlæjandi. „En við höfum sjálfir aldrei verið ánægðari með plötu,“ bætti hann við. Buttercup hefur ekki uppi nein áform um að snúa aftur á sveitaballamarkaðinn. „Við fengum bara alveg nóg af því, þetta er ekki mjög heillandi til lengdar,“ sagði Valur, en sveitin stundaði sveitaböllin nánast linnulaust í fimm ár. „Við ætlum frekar að halda tónleika og svo erum við komnir með hugmynd að næstu plötu, sem verður vonandi ekki 1500 daga í gerjun,“ sagði Valur. Íris Kristinsdóttir Söng með Buttercup á árum áður, en meðlimir sveitarinnar eru í dag ánægðir með söngkonuleysið. fréttablaðið/gva .
Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira