Baggalútsæðið er hafið! 30. nóvember 2006 11:19 Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Um er að ræða annars vegar tímamótaverkið „Aparnir í Eden", sem kom út í sumar og situr nú sem öldungur listans í 20. sæti og svo aftur tímalausu klassíkina „Jól & blíða", sem skýst glóðvolg beint í 6. sæti listans. Auk þess flytur Baggalútur lag Megasar, „Undir rós" á hljómskífunni „Pældu í því sem pælandi er í", sem situr í 21. sæti og á að auki lagið „Brostu", sem gefið er út af UNICEF á Íslandi, en það ratar þó ekki á neina veraldlega lista, enda smáskífa gefin út til styrktar afskaplega góðu málefni - sem reyndar mætti segja um hinar útgáfurnar líka, með góðum vilja. Er jafnvel talið að um nýtt æði, sambærilegt við hið svokallaða Bítlaæði 7. áratugarins, eða jafnvel Supertrampæði þess áttunda sé hér í uppsiglingu. Sérfróðir hafa þó bent á að ólíkt hinum æðunum, byggist Baggalútsæðið nær eingöngu af hams- og gegndarlausu útgáfumagni sveitarinnar, en ekki gæðum (eins og hjá Supertramp) eða útliti (eins og hjá Bítlunum). Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju. Um er að ræða annars vegar tímamótaverkið „Aparnir í Eden", sem kom út í sumar og situr nú sem öldungur listans í 20. sæti og svo aftur tímalausu klassíkina „Jól & blíða", sem skýst glóðvolg beint í 6. sæti listans. Auk þess flytur Baggalútur lag Megasar, „Undir rós" á hljómskífunni „Pældu í því sem pælandi er í", sem situr í 21. sæti og á að auki lagið „Brostu", sem gefið er út af UNICEF á Íslandi, en það ratar þó ekki á neina veraldlega lista, enda smáskífa gefin út til styrktar afskaplega góðu málefni - sem reyndar mætti segja um hinar útgáfurnar líka, með góðum vilja. Er jafnvel talið að um nýtt æði, sambærilegt við hið svokallaða Bítlaæði 7. áratugarins, eða jafnvel Supertrampæði þess áttunda sé hér í uppsiglingu. Sérfróðir hafa þó bent á að ólíkt hinum æðunum, byggist Baggalútsæðið nær eingöngu af hams- og gegndarlausu útgáfumagni sveitarinnar, en ekki gæðum (eins og hjá Supertramp) eða útliti (eins og hjá Bítlunum).
Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira