Fyrrverandi dómsmálaráðherrar frömdu gróf mannréttindabrot 24. október 2006 18:25 Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla.
Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira