Erlent

Leitað að 300 milljónasta Bandaríkjamanninum

Ekki er víst að nokkurn tíma náist sátt um hver er 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn.
Ekki er víst að nokkurn tíma náist sátt um hver er 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn. MYND/Getty
Bandaríkjamenn leita nú logandi ljósi að 300 milljónasta Bandaríkjamanninum sem fæddist á þriðjudaginn. Fjölmiðlar strandanna á milli keppast við að stinga upp á nýfæddum börnum sem fæddust nærri örlagastundinni 7:46 á þriðjudagsmorgun að austurstrandartíma. Í húfi eru lífstíðarbirgðir af Pampers-bleyjum og heiðurinn, vitaskuld.
San Fransisco Chronicle veðjar á Jenny Tangs sem fæddist klukkan 7:42 en aðrir hampa nafni Anthony Joshua Antons sem fæddist klukkan 7:43 í Pittsburgh. Djarfari getgátur nefna að 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn gæti þess vegna verið ólöglegur innflytjandi sem hvergi er skráður. En það vilja þjóðernisstoltir fjölmiðlar ekki heyra minnst á.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×