Sport

Enn vinnur Calzaghe

Calzaghe fékk öfluga mótspyrnu í gærkvöldi
Calzaghe fékk öfluga mótspyrnu í gærkvöldi NordicPhotos/GettyImages

Joe Calzaghe varði í gær IBF og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Sakio Bika á stigum í bardaga þeirra í Manchester á Englandi. Sigur Calzaghe var nokkuð öruggur þegar upp var staðið, en þessi mikli meistari þurfti að hafa mikið fyrir honum.

Þetta var nítjánda titilvörn Calzaghe og jafnaði hann þar með árangur Bernard Hopkins í þyngdarflokknum, en aðeins goðsögnin Joe Luis hefur gert það oftar - 25 sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×