Ræða ekki málefni einstakra starfsmanna 13. október 2006 12:30 MYND/GVA Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu. Alcan hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins: „Stjórnendum Alcan í Straumsvík var í morgun afhent ályktun starfsmannafundar sem haldin var í Hafnarfirði í gær. Það er skoðun stjórnenda fyrirtækisins, að viðbrögð starfsmanna séu eðlileg í ljósi þess að þremur vinnufélögum þeirra hafi verið sagt upp störfum án þess að ástæður þess séu gerðar opinberar. Í viðkvæmum málum sem þessum er það stefna fyrirtækisins að ræða ekki málefni einstakra aðila og frá þeirri stefnu verður ekki breytt. Stjórnendur Alcan leggja sig fram um að standa eins vel að uppsögnum og mögulegt er, en slíkt er ávallt vandmeðfarið. Fyrirtækið hefur stuðst við utanaðkomandi ráðgjöf um það hvernig standa skuli að þeim fáu uppsögnum sem þurfa að koma til hjá fyrirtækinu. Við hörmum að til umræddra uppsagna hafi þurft að koma en viðkomandi starfsmönnum voru gefnar skýringar og við höfnum því að illa sé staðið að málum. Fréttir undanfarinna daga af starfsmannamálum hjá Alcan í Straumsvík eru í miklu ósamræmi við þær staðreyndir sem blasa við, t.d. niðurstöður mælinga á starfsánægju sem við höfum gert um árabil og sýna að starfsmenn eru bæði ánægðir með og stoltir af sínum vinnustað. Starfsmannavelta hjá Alcan er líklega sú lægsta á öllum landinu og mikil ásókn er í störf hjá fyrirtækinu. Sérákvæði í kjarasamningum tryggja starfsmönnum fríðindi sem hvergi þekkjast annars staðar og m.a. rekur fyrirtækið sérstakan vinnustað fyrir starfsmenn með skerta starfsgetu. Rétt er að taka fram vegna umræðu um mat á frammistöðu starfsmanna, að ekki er til staðar hjá fyrirtækinu skráning á frammistöðu eins og ályktað var um á fundi verkalýðsfélaga starfsmanna í gær. Það er hins vegar hlutverk verkstjóra og annarra stjórnendur í hverju fyrirtæki að meta frammistöðu sinna starfsmanna, ástundum og færni í mannlegum samskiptum."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira