Vilja virkja í Skagafirði til að hækka laun og draga úr fólksflótta 8. október 2006 19:32 Baráttusamtök hafa verið stofnuð gegn virkjun fallvatna Skagafjarðar. Hugmyndir sveitarstjórnar eru háðar því skilyrði að orkan verði einungis nýtt innan héraðs, og vonast ráðamenn til að þannig megi draga úr fólksflótta og stuðla að því að héraðið hætti að vera láglaunasvæði. Ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar síðastliðinn fimmtudag að setja tvær virkjanir inn á aðalskipulagstillögu, hefur þegar leitt til þess að stofnuð hafa verið samtök sem segjast hafa það markmið að vernda árnar og að þegar í stað verði horfið frá hugmyndum um virkjun þeirra. Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna og formaður byggðaráðs, segir héraðið hins vegar mesta láglaunasvæði landsins, og fólksflótti sé óvíða meiri. Það sé samfélagsleg skylda sveitarfélagsins að meta alla möguleika til eflingar atvinnu- og mannlífs í Skagafirði. Hann segir það vaka fyrir meirihlutanum að gefa íbúum færi á að kynna sér málið og taka afstöðu, og það sé höfuðatriði að orkan verði ekki flutt úr héraði. Hann vekur athygli á sérstakri bókun sem fylgdi samþykktinni en þar segir að mjög ólíklegt sé að virkjanir við Villinganes eða Skatastaði verði á dagskrá næstu árin þar sem ljóst sé að iðjuver á Norðurlandi verður reist við Húsavík. Virkjanir í Héraðsvötnum komi aðeins til greina að undangengnum víðtækum rannsóknum og almennri upplýstri umræðu um kosti og galla, þar sem verði leitað álits íbúa Skagafjarðar.Ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar síðastliðinn fimmtudag að setja tvær virkjanir inn á aðalskipulagstillögu, hefur þegar leitt til þess að stofnuð hafa verið samtök sem segjast hafa það markmið að vernda árnar og að þegar í stað verði horfið frá hugmyndum um virkjun þeirra. Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna og formaður byggðaráðs, segir héraðið hins vegar mesta láglaunasvæði landsins, og fólksflótti sé óvíða meiri. Það sé samfélagsleg skylda sveitarfélagsins að meta alla möguleika til eflingar atvinnu- og mannlífs í Skagafirði. Hann segir það vaka fyrir meirihlutanum að gefa íbúum færi á að kynna sér málið og taka afstöðu, og það sé höfuðatriði að orkan verði ekki flutt úr héraði. Hann vekur athygli á sérstakri bókun sem fylgdi samþykktinni en þar segir að mjög ólíklegt sé að virkjanir við Villinganes eða Skatastaði verði á dagskrá næstu árin þar sem ljóst sé að iðjuver á Norðurlandi verður reist við Húsavík. Virkjanir í Héraðsvötnum komi aðeins til greina að undangengnum víðtækum rannsóknum og almennri upplýstri umræðu um kosti og galla, þar sem verði leitað álits íbúa Skagafjarðar. Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Baráttusamtök hafa verið stofnuð gegn virkjun fallvatna Skagafjarðar. Hugmyndir sveitarstjórnar eru háðar því skilyrði að orkan verði einungis nýtt innan héraðs, og vonast ráðamenn til að þannig megi draga úr fólksflótta og stuðla að því að héraðið hætti að vera láglaunasvæði. Ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar síðastliðinn fimmtudag að setja tvær virkjanir inn á aðalskipulagstillögu, hefur þegar leitt til þess að stofnuð hafa verið samtök sem segjast hafa það markmið að vernda árnar og að þegar í stað verði horfið frá hugmyndum um virkjun þeirra. Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna og formaður byggðaráðs, segir héraðið hins vegar mesta láglaunasvæði landsins, og fólksflótti sé óvíða meiri. Það sé samfélagsleg skylda sveitarfélagsins að meta alla möguleika til eflingar atvinnu- og mannlífs í Skagafirði. Hann segir það vaka fyrir meirihlutanum að gefa íbúum færi á að kynna sér málið og taka afstöðu, og það sé höfuðatriði að orkan verði ekki flutt úr héraði. Hann vekur athygli á sérstakri bókun sem fylgdi samþykktinni en þar segir að mjög ólíklegt sé að virkjanir við Villinganes eða Skatastaði verði á dagskrá næstu árin þar sem ljóst sé að iðjuver á Norðurlandi verður reist við Húsavík. Virkjanir í Héraðsvötnum komi aðeins til greina að undangengnum víðtækum rannsóknum og almennri upplýstri umræðu um kosti og galla, þar sem verði leitað álits íbúa Skagafjarðar.Ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar síðastliðinn fimmtudag að setja tvær virkjanir inn á aðalskipulagstillögu, hefur þegar leitt til þess að stofnuð hafa verið samtök sem segjast hafa það markmið að vernda árnar og að þegar í stað verði horfið frá hugmyndum um virkjun þeirra. Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna og formaður byggðaráðs, segir héraðið hins vegar mesta láglaunasvæði landsins, og fólksflótti sé óvíða meiri. Það sé samfélagsleg skylda sveitarfélagsins að meta alla möguleika til eflingar atvinnu- og mannlífs í Skagafirði. Hann segir það vaka fyrir meirihlutanum að gefa íbúum færi á að kynna sér málið og taka afstöðu, og það sé höfuðatriði að orkan verði ekki flutt úr héraði. Hann vekur athygli á sérstakri bókun sem fylgdi samþykktinni en þar segir að mjög ólíklegt sé að virkjanir við Villinganes eða Skatastaði verði á dagskrá næstu árin þar sem ljóst sé að iðjuver á Norðurlandi verður reist við Húsavík. Virkjanir í Héraðsvötnum komi aðeins til greina að undangengnum víðtækum rannsóknum og almennri upplýstri umræðu um kosti og galla, þar sem verði leitað álits íbúa Skagafjarðar.
Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira