Sport

Hljóp um drukkinn í bleikum inniskóm

Ricky Hatton kann að skemmta sér
Ricky Hatton kann að skemmta sér NordicPhotos/GettyImages

Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur lent í ýmsu í gegn um árin og í bók sinni sem kemur út á næstunni segir hann frá skemmtilegu atviki sem hann lenti í þegar hann fór út á lífið fyrir þremur árum.

"Ég get ekki lifað eins og munkur þó ég sé hnefaleikari og hef gaman af því að fara út á lífið með félögum mínum. Fyrir nokkrum árum hitti ég flotta píu á næturklúbbi og hún bauð mér heim með sér. Ég flýtti mér inn á salernið og keypti það sem ég hélt að væri pakki af smokkum, en þegar við komum heim til dömunnar kom í ljós að þetta var pakki af sælgæti.

Ég stökk því í fötin og fór út á bleikum inniskóm sem hún átti og keypti smokkana. Ég veit ekki hvort ég var búinn að fá mér of mikið neðan í því eða hvað - en ég fann svo ekki húsið hennar aftur, því öll húsin í götunni virtust vera nákvæmlega eins. Ég reyndi að blístra fyrir utan hvern einasta glugga, en vakti bara nokkrar ömmur. Ég ákvað því að gleyma þessu og fór heim með leigubíl.

Þegar ég vaknaði svo daginn eftir óskaði ég þess að þetta hefði allt saman verið einn fáránlegur draumur - en þá rak ég augun í bölvaða bleiku inniskóna," segir Hatton í bók sinni og þar kemur einnig fram að hans hugmynd af góðu kvöldi séu átta bjórar, pílukast og knattborðsleikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×