Sport

KR valtaði yfir Fylki

Breiðablik hafnaði í öðru sæti í Landsbankadeild kvenna
Breiðablik hafnaði í öðru sæti í Landsbankadeild kvenna

Keppni í Landsbankadeild kvenna lauk í dag, en fyrr í dag varð ljóst að Valur landaði titlinum og FH féll á óeftirminnilegan hátt. KR-stúlkur völtuðu yfir Fylki 11-1 á útivelli í dag þar sem Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoraði fimm mörk, Breiðablik lagði Stjörnuna 2-0 á útivelli og Keflavík sigraði Þór/KA 3-1.

Lokastaðan í Landsbankadeild kvenna er því þannig eftir 14 umferðir að Valur er Íslandsmeistari með 39 stig, Breiðablik í öðru með 36 stig, KR í þriðja með 30 stig, Stjarnan í fjórða með 24 stig, Keflavík í fimmta með 21 stig, Fylkir í sjötta með 12 stig, Þór/KA í sjöunda með 3 stig og FH er fallið með 3 stig á botninum og 90 mörk í mínus.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×