Innlent

Vinstri grænir tvöfalda fylgi sitt

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Mynd/Kristján J. Kristjánsson

Fylgi hrynur af Framsóknarflokknum á Akureyri en Vinstri grænir nánast tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, samkvæmt þeim, sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjáflstæðisflokkurinn héldi sínum fjórum bæjarfulltrúum. Samfylkingin er orðin næst stærsti flokkurinn og fengi þrjá menn í bæjarstjórn en hefur nú einn. Vinstri gærnir fá tvöfalt meira fylgi en í kosningunum, og fengju þeir tvo fulltrúa í stað eins nú, Framsóknarflokkurinn er svo í fjórða sæti og tapaði tveimur af þremur fulltrúum sínum. Nýja framboðið, Framfylkingarflokkurinn fengi innan við tvö próset og engan mann. Samkvæmt þessu er núverandi meirihluti Framsóknarmanna og Sjálfstæðsimanna fallinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×