Innlent

Einn gisti fangageymslur

MYND/Vísir

Einn maður gisti í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri í nótt en mikil skemmtanahöld voru í bænum. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri var talsvert ölvaður og þótt hann hafi ekki gert mikið af sér var hann til leiðinda eins og lögreglan orðaði það sjálf.

Að öðru leyti fór skemmtanahald vel fram en skemmtistaðir voru opnir til þrjú í nótt. Maðurinn með leiðindin fékk þó í morgun að halda heim, timbraður og eflaust með nokkuð samviskubit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×