Innlent

Farfuglarnir seint á ferð

Miklar norðanáttir undanfarið hafa seinkað komu farfugla til landsins. Þrátt fyrir að þessir vorboðar séu farnir að láta sjá sig eru þeir mun færri en venjulega og enn bólar ekkert á sumum þeirra eins og hrossagauknum.

Stærri farfuglar eru flestir komnir til landsins eins og gæsir, álftir, endur, síla- og hettumávar. Smærri farfuglar hafa hins vegar lítið látið sjá sig eins og til dæmis lóan, skógarþrösturinn og hrossagaukurinn. Á þessum tíma er venjulega mikið komið af hrossagauknum. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, segir þetta óvenjulegt þar sem fartími fuglanna hafi verið að færast framar og það sama eigi við um varptíma þeirra.

Þráðlátar norðanáttir hafa komið í veg fyrir að fuglarnir komist hingað til lands. Jóhann segir gæsir og álftir geta sest á sjó en það geti litir fuglar ekki og því lifi þeir ekki flugið af í þessu veðri. Farfuglarnir fljúga flestir frá Bretlandseyjum en leiðin frá Skotlandi til Íslands er um 800 kílómetrar. Spáð er áframhaldandi norðanáttum fram í næstu viku svo einhver bið til viðbótar gæti orðið eftir fuglunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×