Innlent

Þriggja bíl árekstur á Kárahnjúkum

Þriggja bíla árekstur varð á Kárahnjúkum um klukkan ellefu í morgun þegar pallbíll lenti aftan á öðrum pallbíl og því næst keyrði stór flutningabíll aftan á pallbílana. Slæmt skyggni og hálka var þar sem áreksturinn átti sér stað. Ökumaður annars pallbílsins hlaut skurð á höfði og var fluttur til læknis á Kárahnjúkum en meiðsl hans reyndust lítilsháttar. Hina ökumennina tvo sakaði ekki. Slæmt skyggni og hálka var á veginum þegar áreksturinn átti sér stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×