Innlent

Röng mynd dregin upp af kjörum ellilífeyrisþega

Sú mynd sem Fjármálaráðuneytið dregur upp af kjörum ellilífeyrisþega er röng, segir hagfræðingur Landssambands eldri borgara.

Sú mynd sem Frjármálaráðuneytið dregur upp af kjörum ellilífeyrisþega er röng, segir hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Hann segir að á meðan ríkið gefi með annarri sé tekið með hinni.

Frá árinu 1995 til ársins 2005 hækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar á hvern ellilífeyrisþega um tæp 80 prósent. Á sama tímabili hækkaði neysluverðsvísitalan um 41 prósent. Þetta kemur fram í Vefriti Fjármálaráðuneytisins, auk þess sem fullyrt er að meðalgreiðslur Tryggingastofnunar hafi hækkað mun hraðar en neysluverðsvísitala á árunum 2001 til 2003.

Tekjutryggingarauki er sagður hafa hækkað greiðslur til fjölda ellilífeyrisþega.

Skerðingarhlutfal hafi lækkað og lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar verið hækkaðar sérstaklega.

Einar Árnason, hagfræðingur hjá Landssambandi eldri borgara, segir þetta gefa ranga mynd af stöðunni og eigi ekki við um þá ellilífeyrisþega sem búa við lökustu kjörin. Hann segir tekjur meðallífeyrisþega hafa lækkað þrátt fyrir breytingar á sköttum og bótum almannatrygginga.

Skattleysismörkin geri það að verkum að á meðan veruleg kaupmáttaraukning hafi orðið í þjóðfélaginu sitji ellilífeyrisþegar eftir. Þeir borgi nú hærra hlutfall af tekjum sínum sínum í skatta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×