Innlent

Sjálfstæðisflokkur tvöfaldar fylgi sitt í Árborg

Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og næði hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Samfylkingin hrapar hinsvegar úr rúmum 40 prósentum niður í rúm tuttugu og fylgi Framsóknarflokksins lækkar úr 28 prósentum niður í 18 prósent. Vinstri grænir bæta heldur við sig, en næðu ekki inn manni og fylgi Frjálslynda flokksins er vart mælanlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×