Innlent

Fjöldauppsagnir óumflýjanlegar

Hagfræðingur Eflingar segir fjöldauppsagnir óumflýjanlegar á dvalar- og hjúkrunarheimilum ef samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu bregst ekki jákvætt við kröfum starfsfólksins.

Þá þurfi aukafjárveiting frá ríkinu einnig að koma til. Viku langt setuverkfall ófaglærðra starfsmanna níu dvalar- og hjúkrunarheimila hefur verið boðað þann 21. apríl og ef engin niðurstaða hefur náðst fyrir lok mánaðarins munu margir af átjánhundruð starfsmönnum sem um ræðir, skila inn uppsagnarbréfi. Eini formlegi sáttafundurinn sem hefur verið boðaður hingað til, verður haldinn aðeins tveimur dögum áður, þann nítjánda.

Langt er síðan Stéttarfélagið Efling hóf að óska eftir fundum með samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu en hingað til hefur staðið á viðbrögðum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×