Innlent

Ruddust inn og höfðu í hótunum

Keflavík
Keflavík MYND/Vísir

Tveir menn voru handteknir á heimili annars þeirra í Keflavík í gærkvöld vegna ofbeldismáls sem upp kom fyrr um daginn þegar þeir ruddust inn í skrifstofuhúsnæði í bænum og höfðu í hótunum við þriðja mann. Ekki er vitað hvað fórnarlamb hótananna hafði unnið sér til saka. Við leit í íbúðinni sem mennirnir voru í fannst nokkurt magn ætlaðra fíkniefna og þýfis. Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni í Keflavík í morgun hvort mennirnir væru enn í haldi en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×