Virkjanir hannaðar í Skaftártungu 8. apríl 2006 19:01 Landsvirkjun hefur hafið hönnun nýrra virkjana í Skaftártungu og á hálendinu milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Verkhönnun Skaftárveitu er þegar lokið en með henni verður vesturkvíslum Skaftár veitt í Langasjó. Orkufyrirtæki landsins standa skyndilega frammi fyrir því að þau anna ekki þeim óskum sem eru um kaup á raforku til álframleiðslu. Á ársfundi Landsvirkjunar í vikunni rakti Friðrik Sophusson forstjóri þá virkjanakosti sem fyrirtækið er með í undirbúningi. Þær virkjanir sem virðast næstar í framkvæmdaröðinni eru í neðri Þjórsá, við Núp og Urriðafoss, en umhverfismat vegna þeirra liggur þegar fyrir. Þeim er ætlað að mæta raforkuþörf vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Orkuþörf álsvers við Húsavík hyggst Landsvirkjun mæta með jarðgufuvirkjunum í Kröflu, Bjarnarflagi, Þeistareykjum og í Gjástykki og hefjast rannsóknarboranir vegna þeirra nú á vordögum. Til að mæta enn frekari óskum horfir Landsvirkjun nú helst til þess að beisla afl jökulfljóta sem eiga upptök sín í suðvestanverðum Vatnajökli sem og norðaustanverðum Mýrdalsjökli. Svokölluð Skaftárveita virðist þar lengst komin í undirbúningi en verkhönnun er lokið. Landsvirkjun telur þennan kost afar hagkvæman. Með Skaftárveitu er ætlunin að veita vesturkvíslum Skaftár yfir í Langasjó og þaðan yfir í Tungnaá en með þeim hætti myndi raforkuframleiðslu aukast í þeim virkjunum sem þegar eru starfandi í Þjórsá og Tungnaá. Neðar í Skaftá hefur Landsvirkjun lokið frumhönnun 140 megavatta Skaftárvirkjunar. Í Hólmsá í Skaftartungu er sömuleiðis lokið frumhönnun nýrrar virkjunar upp á 72 megavött en Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, er einnig aðili að undirbúningi þessara tveggja virkjana. Fjórði kosturinn á þessu svæði er virkjun í Tungnaá, ofan við Sigöldu og Krókslón, á móts við Vestur-Bjalla. Við blasir að átök gætu orðið um þessi áform, sérstaklega Skaftárveitu, en Landvernd hélt sérstaka ráðstefnu í fyrra um verndargildi Langasjávar. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Landsvirkjun hefur hafið hönnun nýrra virkjana í Skaftártungu og á hálendinu milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Verkhönnun Skaftárveitu er þegar lokið en með henni verður vesturkvíslum Skaftár veitt í Langasjó. Orkufyrirtæki landsins standa skyndilega frammi fyrir því að þau anna ekki þeim óskum sem eru um kaup á raforku til álframleiðslu. Á ársfundi Landsvirkjunar í vikunni rakti Friðrik Sophusson forstjóri þá virkjanakosti sem fyrirtækið er með í undirbúningi. Þær virkjanir sem virðast næstar í framkvæmdaröðinni eru í neðri Þjórsá, við Núp og Urriðafoss, en umhverfismat vegna þeirra liggur þegar fyrir. Þeim er ætlað að mæta raforkuþörf vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Orkuþörf álsvers við Húsavík hyggst Landsvirkjun mæta með jarðgufuvirkjunum í Kröflu, Bjarnarflagi, Þeistareykjum og í Gjástykki og hefjast rannsóknarboranir vegna þeirra nú á vordögum. Til að mæta enn frekari óskum horfir Landsvirkjun nú helst til þess að beisla afl jökulfljóta sem eiga upptök sín í suðvestanverðum Vatnajökli sem og norðaustanverðum Mýrdalsjökli. Svokölluð Skaftárveita virðist þar lengst komin í undirbúningi en verkhönnun er lokið. Landsvirkjun telur þennan kost afar hagkvæman. Með Skaftárveitu er ætlunin að veita vesturkvíslum Skaftár yfir í Langasjó og þaðan yfir í Tungnaá en með þeim hætti myndi raforkuframleiðslu aukast í þeim virkjunum sem þegar eru starfandi í Þjórsá og Tungnaá. Neðar í Skaftá hefur Landsvirkjun lokið frumhönnun 140 megavatta Skaftárvirkjunar. Í Hólmsá í Skaftartungu er sömuleiðis lokið frumhönnun nýrrar virkjunar upp á 72 megavött en Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, er einnig aðili að undirbúningi þessara tveggja virkjana. Fjórði kosturinn á þessu svæði er virkjun í Tungnaá, ofan við Sigöldu og Krókslón, á móts við Vestur-Bjalla. Við blasir að átök gætu orðið um þessi áform, sérstaklega Skaftárveitu, en Landvernd hélt sérstaka ráðstefnu í fyrra um verndargildi Langasjávar.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði