Innlent

Nýjir íbúar í Húsdýragarðinum

Úr myndsafni.
Úr myndsafni. Mynd/Vísir

Það er ekki bara Heiðlóan sem boðar vorkomu, það gera lömb og kiðlingar líka. Fyrstu kiðlingarnir fæddust í Húsdýragarðinum í morgun.

Það var huðnan Sólbjört sem bar tveimur höfrum um hádegisbil í morgun. Gestir húsdýragarðsins voru áhugasamir um kiðlingana sem að venju heilluðu alla. Hafurinn Kjarkur er faðir kiðlinganna. Hann fylgdist með úr fjarlægð en virtist þó hafa takmarkaðann áhuga á kiðlingunum. Ærnar taka lífinu með ró þessa dagana enda styttist í að þær fari að bera. Geitur og kindur ganga með afkvæmi sín í 143 daga eða um fimm mánuði. Ærin Botna er gengin framyfir en samkvæmt áætlun hefði hún átt að bera í gær. Geiturnar virðast því ætla að taka forskot á ærnar í ár en huðnan Hrund var komin að burði nú í dag. Það verða því enn fleiri kiðlingar komnir í heiminn á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×