Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði 8. mars 2006 05:52 Jalen Rose fagnar hér sigrinum á Indiana ákaft með því að hoppa á félaga sinn Nate Robinson sem var spariklæddur á leiknum vegna meiðsla. NordicPhotos/GettyImages Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira