Sport

Calzaghe og Lacy boxa í beinni í kvöld

Joe Calzaghe og Jeff Lacy á blaðamannafundi í nóvember sl.
Joe Calzaghe og Jeff Lacy á blaðamannafundi í nóvember sl.

Áhugamenn um hnefaleika bíða spenntir eftir boxbardaga Walesverjans Joe Calzaghe og Bandaríkjamannsins Jeff Lacy. Þeir mætast í Manchester í kvöld um titil WBO og IBF heimssambandanna í léttmillivigt. Bardaginn byrjar laust eftir klukkan 11 í kvöld og hann verður sýndur beint á Sýn.

Joe Calzaghe er 33 ára, 5 árum eldri en andsætðíngur hans í kvöld. Joe Calzaghe hefur ekki tapað í 40 bardögum og hefur rotað andstæðing sinn 31 sinni. Enginn núverandi heimsmeistari hefur haldið titli sínum lengur en sá velski. Mótherji hans í kvöld, Jeff Lacy er ósigraður í 22 bardögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×