Innlent

Jón Þorvarðarson og Helgi Hallgrímsson hlutu viðurkenningu Hagþenkis

Viðurkenning Hagþenkis fyrir árið 2005 var veitt í dag í Þjóðarbókhlöðunni en að þessu sinni voru það Jón Þorvarðarson og Helgi Hallgrímsson sem hlutu viðurkenningu Hagþenkis fyrir "að hafa skilað flóknum fræðum og torræðum viðfangsefnum á ljósan og lifandi hátt til lesenda bóka sinna og opnað þeim sýn inn í fjölbreyttan heim vísindasögu, reiknilistar, raungreina og átthagafræði." Þeir Jón og Helgi sendu báðir frá sér vönduð fræðirit á síðasta ári. Bók Jóns, Og ég skal hreyfa jörðina, fjallar um sögu forngrísku stærðfræðinganna, en bók Helga, Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, fjallar um náttúru og sögu Lagarfljóts..



Fleiri fréttir

Sjá meira


×