Fullt á fæðingardeildinni 3. mars 2006 12:09 MYND/E.Ól Fullt er orðið bæði í Hreiðrinu og á sængurkvennadeild Landspítalans, tveimur dögum eftir að samningur ljósmæðra í heimaþjónustu og Tryggingastofnunar rann út. Deildarstjórar sjá fram á að þurfa að þrengja að nýbökuðum mæðrum og kalla út aukamannskap í dag eða kvöld verði ekki samið í kjaradeilunni. Samningaviðræður ljósmæðra og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins um nýjan taxta fyrir þær ljósmæður sem vitja sængurkvenna á heimilum þeirra hafa enn ekki skilað árangri, en nú eru rúmir tveir sólarhringar síðan ljósmæður hættu að sinna heimaþjónustu. Það þýðir að fleiri sængurkonur dvelja lengur á sjúkrahúsi en ella og þá eru þau rúm sem fyrir hendi eru á fæðingardeildinni fljót að fyllast. Í Hreiðrinu er pláss fyrir átta konur og eru þau nú full og líkleg til að verða það áfram í dag. Þar er búist við að koma þurfi tveimur konum fyrir í einbýli vegna fjöldans og þá fá feður ekki að gista í herbergjunum.Sama má segja um sængukvennadeildina en þar er legið í nítján rúmum. Um átta börn fæðast á sólarhring á Landspítalanum og Rannveig Rúnarsdóttir, deildarstjóri sængurkvennadeildar, sér fram á nú þurfi að þrengja að nýbökuðum mæðrum. Hún segir að starfsmenn anni stöðunni eins og hún sé en ef fleiri konur komi inn til að eiga þurfi að kalla fleiri á vakt.Rannveig segir aðspurð að þrengra verði um konur ef fram fari sem horfi því þremur konum verði komið fyrir í tveggja manna herbergjum og sex í fjögurra manna. Aðspurð segir hún erfitt að spá um hvenær til þessa komi. Nú sé konur upp í fæðingu og hún geri ráð fyrir að undir kvöld verði orðið yfirfullt. Fréttir Innlent Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Fullt er orðið bæði í Hreiðrinu og á sængurkvennadeild Landspítalans, tveimur dögum eftir að samningur ljósmæðra í heimaþjónustu og Tryggingastofnunar rann út. Deildarstjórar sjá fram á að þurfa að þrengja að nýbökuðum mæðrum og kalla út aukamannskap í dag eða kvöld verði ekki samið í kjaradeilunni. Samningaviðræður ljósmæðra og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins um nýjan taxta fyrir þær ljósmæður sem vitja sængurkvenna á heimilum þeirra hafa enn ekki skilað árangri, en nú eru rúmir tveir sólarhringar síðan ljósmæður hættu að sinna heimaþjónustu. Það þýðir að fleiri sængurkonur dvelja lengur á sjúkrahúsi en ella og þá eru þau rúm sem fyrir hendi eru á fæðingardeildinni fljót að fyllast. Í Hreiðrinu er pláss fyrir átta konur og eru þau nú full og líkleg til að verða það áfram í dag. Þar er búist við að koma þurfi tveimur konum fyrir í einbýli vegna fjöldans og þá fá feður ekki að gista í herbergjunum.Sama má segja um sængukvennadeildina en þar er legið í nítján rúmum. Um átta börn fæðast á sólarhring á Landspítalanum og Rannveig Rúnarsdóttir, deildarstjóri sængurkvennadeildar, sér fram á nú þurfi að þrengja að nýbökuðum mæðrum. Hún segir að starfsmenn anni stöðunni eins og hún sé en ef fleiri konur komi inn til að eiga þurfi að kalla fleiri á vakt.Rannveig segir aðspurð að þrengra verði um konur ef fram fari sem horfi því þremur konum verði komið fyrir í tveggja manna herbergjum og sex í fjögurra manna. Aðspurð segir hún erfitt að spá um hvenær til þessa komi. Nú sé konur upp í fæðingu og hún geri ráð fyrir að undir kvöld verði orðið yfirfullt.
Fréttir Innlent Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira