Innlent

Kemur til greina að nota tálbeitur

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það koma sterklega til greina að lögregla beiti tálbeitum til að koma upp um barnaníðinga. Dómsmálaráðherra sagði þetta í utandagskrárumræðu á Alþingi nú rétt fyrir fréttir.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór fram á umræðuna eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompáss um barnaníðinga og hvernig þeir reyna að komast í sambönd við börn.

Dómsmálaráðherra sagði koma til álita að ríkissaksóknari setti reglur um í hvaða málum og með hvaða hætti lögregla mætti nota tálbeitur frekar en að Alþingi samþykkti lög í þessa veru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×