Innlent

Opnaði nýja starfsstöð Actavis

Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnaði í dag nýja starfsstöð fyrir dótturfélag Actavis Group, Lotus Labs, í borginni Bangalore á Indlandi. Nýskipaður sendiherra Íslands á Indlandi, Sturla Sigurjónsson, og viðskiptasendinefnd frá Íslandi voru einnig viðstödd opnunina. Starfsstöðin mun hýsa skrifstofur, rannsóknarstofur og aðstöðu fyrir frásogsrannsóknir. Vel á þriðja hundrað manns munu starfa í starfsstöðinni sem Actavis segir mjög mikilvæga fyrir starfsemina á Indlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×