Innlent

Stórtækar hugmyndir um framkvæmdir á Norðurlandi

Ný brú yfir Skjálfandafljót, uppbygging Húsavíkurflugvallar, og jarðgöng undir Vaðlaheiði eru meðal þeirra hugmynda sem fá byr undir báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík. Menn sjá fyrir sér að Húsavík og Akureyri verði eitt atvinnusvæði með tilkomu álversins, en göngin myndu stytta leiðina á milli um 16 kílómetra og með nýjum vegkafla og nýrri brú yfir Skjálfandafljót myndi leiðin styttast enn. Hún yrði þá ámóta og á milli Reykjavíkur og Selfoss og ekki yrði um fjallveg að fara, þar sem ekki þyrfti lengur að fara um Víkurskarðið vegna ganganna. Það er oft farartálmi á vetrum og þar er bratt, beggja vegna. Þá huga menn nú að því að lífga Húsavíkruflugvöll við, en áætlunarflugi þangað var hætt fyrir nokkurm árum. Hann myndi þjóna mikilvægu hlutverki á byggingatíma álversins líkt og Egilsstaðaflugvöllur vegna fjarðaáls, en eftir það gæti hann orðið flutningaflugvöllur fyrir, meðal annars Akureyri, en þaðan er óhagstætt að stunda vöruflug, jafnvel þótt brautin yrði lengd, vegna hindrana í að- og frá- flugi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×