Innlent

Listi Vinstri-grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Vinstri hreyfingin - grænt framboð í Hafnarfirði samþykkti tillögu um efstu sæti framboðslista til bæjarstjórnarkosninga í vor á opnum félagsfundi sl. þriðjudag. Á næstu vikum mun VG í Hafnarfirði kynna helstu kosningamál sín fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði.Efsta sætið skipar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi Flensborgarskóla.

Listann skipa:

1. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskóla

2. Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regnbogabarna

3. Margrét Pétursdóttir, verkakona

4. Gestur Svavarsson, verkefnastjóri

5. Birna Ólafsdóttir, skrifstofustjóri SLFÍ 

6. Árni St. Jónsson, framkvæmdastjóri SFR

7. Svala Heiðberg Jónsdóttir, mannfræðingur og kennari Menntaskólanum við Sund

8. Sigurður Magnússon, formaður Félags matreiðslumanna

9. Hallgrímur Hallgrímsson, fluggagnafræðingur

10. Jón Ólafsson, kennari Iðnskólanum í Hafnarfirði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×