Innlent

Rannsaka fjármögnun kaupa á stofnfé

Sparisjóður Hafnarfjarðar.
Sparisjóður Hafnarfjarðar.

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar hvort fimm félög hafi fjármagnað kaupin á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að A Holding SA og Hagar, sem eru bæði dótturfélög Baugs, Bygg, Saxhóll og Íslensk-ameríska hafi lagt samanlagt 2,6 milljarða króna inn á reikning lögmannastofunnar Lögmanna Laugardal. Rannsóknin hefur leitt í ljós að rúmur einn og hálfur milljarður króna hafi verið lagður inn á reikninga seljenda stofnfjárhluta en ekki sé að sjá að kaupendur stofnfjár hafi lagt fram fé vegna þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×