Innlent

Árni Sigfússon leiðir framboðslista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ

Fjölmennur fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ samþykkti í kvöld framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árni Sigfússon leiðir framboðslistann áfram og mun hann ekki gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar.

Núverandi bæjarfulltrúar sem unnu hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningum árið 2002 verður áfram treyst fyrir stjórn sveitarfélagsins, þess má geta að konum fjölgar um 30% frá síðasta framboðslista Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×