Innlent

Eldur í húsnæði Landspítala - háskólasjúkrahúss

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsnæði Landspítala - háskólasjúkrahúss í Kópavogi um klukkan tuttugu mínútur í níu í kvöld.

Starfsfólk í byggingunni sagðist finna reykjarlykt leggja frá kjallara hússins. Þegar slökkviliðið mætti á vettvang kom í ljós að eldurinn reyndist minniháttar og réðu þeir niðurlögum hans skömmu síðar. Um tuttugu manns voru í húsinu. Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu, né hvort miklar skemmdir hafi orðið vegna eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×