Innlent

Lækkun á nýjum útlánum Íbúðalánasjóðs um 12-20 milljarða

MYND/Vísir

Íbúðalánasjóður gerir ráð fyrir lækkun á nýjum útlánum um tólf til tuttugu milljarða króna á þessu ári frá því sem áður var áætlað. Þetta kemur fram í tilkynningu um endurskoðaða áætlun sem sjóðurinn sendi Kauphöllinni í dag. Þá býst Íbúðalánasjóður við því að útgáfa íbúðabréfa til fjármögnunar nýrra útlána á þessu ári lækki um sex til þrettán milljarða króna frá áður birtum tölum. Hærri markaðsvextir og hraðari kólnun á fasteignamarkaði en áður var gert ráð fyrir eru ástæður þessara minni umsvifa sjóðsins, að því er segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×