Innlent

Viðbúnaðarstigi vegna fuglaflensunnar ekki breytt hér á landi

Viðbúnaðarstigi vegna fuglaflensunnar verður ekki breytt hér á landi í ljósi tíðindanna frá Svíþjóð, að sögn Jarle Reiersens, yfirdýralæknis alifuglasjúkdóma. Fyrr í dag var greint frá því að hættulegt afbrigði flensunnar hafi fundist í villtum andfuglum í suðurhluta Svíþjóðar. Jarle segir að nær óþekkt sé að sænskar skúfendur komi hingað til lands og þá hafi ekki fengist staðfest að þetta sé hættulegasta afbrigði fuglaflensunnar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að engar breytingar verði á viðbúnaði sóttvarnarlæknis. Útbreiðslan sé enn sem komið er eins og við megi búast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×