Sport

Khan stefnir á titil á næsta ári

Amir Khan setur stefnuna á stóra hluti á næsta ári
Amir Khan setur stefnuna á stóra hluti á næsta ári NordicPhotos/GettyImages

Breska hnefaleikaundrið Amir Khan hefur sett stefnuna á titil í hnefaleikum um þetta leiti á næsta ári, en hann keppir aðeins sinn sjötta bardaga sem atvinnumaður á laugardaginn þegar hann mætir Jackson Williams í London.

"Ég stefni á að ná 15-16 atvinnubardögum áður en ég keppi um titil og ég vona að eftir um eitt ár verði ég orðinn heimsmeistari," sagði hinn 19 ára gamli hnefaleikari. "Ég hef ekki fengið mikla samkeppni í fyrstu fimm bardögum mínum, en ég veit að þegar á líður mun ég fá meiri samkeppni. Williams er kennari og ég veit að hann mun ekki vilja láta fara illa með sig í sjónvarpinu um helgina, því þá verður honum strítt svo mikið," sagði Khan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×