Sport

Khan mætir Williams í Norwich

Amir Khan hefur ekki hlotið mikla samkeppni enn sem komið er á atvinnumannsferli sínum sem er nýhafinn.
Amir Khan hefur ekki hlotið mikla samkeppni enn sem komið er á atvinnumannsferli sínum sem er nýhafinn. NordicPhotos/GettyImages

Nú hefur verið tilkynnt að næsti andstæðingur undrabarnsins Amir Khan verði Jackson Williams og munu þeir eigast við þann 25. febrúar næstkomandi í London. Bardagi þeirra verður háður á undan viðureign Danny Williams og Matt Skelton í þungavigt.

Amir Khan barðist síðast í endaðan desember og þurfti þá aðeins nokkrar sekúndur til að sigra andstæðing sinn. Mótherji hans nú er íþróttakennari í háskóla í heimabæ sínum og hefur unnið 12 af 15 bardögum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×