Manchester United er undir 3-1 í hálfleik á Ewood Park gegn Blackburn í hálfleik, en þar hefur David Bentley skoraði tvö mörk og Lucas Neill bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu á síðustu augnablikum hálfleiksins. Louis Saha minnkaði muninn fyrir United. Þá er Arsenal að tapa 2-1 á heimavelli fyrir West Ham.
Reo Coker og Bobby Zamora komu West Ham í 2-0, en Thierry Henry minnkaði muninn fyrir heimamenn. Staðan í leik Liverpool og Birmingham er markalaus í hálfleik.