Hamasliðar kokhraustir 26. janúar 2006 14:37 Hamasliðar fagna sigri eftir kosningarnar í gær. MYND/AP Forsætisráðherra Palestínu hefur sagt af sér en í þingkosningunum í gær náðu hin herskáu Hamas-samtök það góðum árangri að þau hljóta að teljast sigurvegarar kosninganna. Hamas-liðar eru kokhraustir og hafa lýst yfir fullnaðarsigri í þingkosningunum. Útgönguspár benda til þess að hvorki Fatah-flokkurinn né Hamas-samtökin hafi náð hreinum meirihluta í kosningunum en ráði þó samtals yfir um 110 af 132 þingsætum. Ef af verður þykja úrslitin áfall fyrir Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnarinnar. Hamas-liðar hafa verið kokhraustir í yfirlýsingum sínum og jafnvel gengið svo langt að lýsa því yfir í fjölmiðlum á borð við Haaretz í Ísrael og á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni að þeir hafi náð hreinum meirihluta. Búist er við úrslitum kosninganna síðdegis í dag en upphaflega átti að birta tölur í morgun. Því hefur líklega verið frestað vegna þeirrar óvæntu stöðu sem nú er komin upp. Allt lítur út fyrir að Hamas geti myndað stjórn með einhverjum af hinum níu framboðunum sem ein og hálf milljón kjósenda gat valið á milli. Ljóst má telja að það myndi valda usla í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs ef Hamas kæmist í ríkisstjórn enda hafa Ísraelsstjórn, Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið lýst því yfir að litið sé á Hamas sem hryðjuverkasamtök sem ekki verði tjónkað við. Bandaríkjamenn hafa þá áréttað þá afstöðu sína enn frekar eftir að útgönguspár birtust en Evrópusambandið aftur á móti virðist ætla að leyfa Hamas að njóta vafans og segist geta unnið með friðsamri ríkisstjórn hvernig sem hún er skipuð, enda fordæmi fyrir því að herská samtök taki upp friðsamleg vinnubrögð. Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ekki yrði unnið með ríkisstjórn sem Hamas á aðild að. Ahmed Qurei, forsætisráðherra, sagði af sér í morgun og lýsti þeirri skoðun sinni að eðlilegt væri að Hamas-samtökin mynduðu næstu ríkisstjórn í ljósi úrslitanna. Sem fyrr segir verða úrslitin birt síðar í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Forsætisráðherra Palestínu hefur sagt af sér en í þingkosningunum í gær náðu hin herskáu Hamas-samtök það góðum árangri að þau hljóta að teljast sigurvegarar kosninganna. Hamas-liðar eru kokhraustir og hafa lýst yfir fullnaðarsigri í þingkosningunum. Útgönguspár benda til þess að hvorki Fatah-flokkurinn né Hamas-samtökin hafi náð hreinum meirihluta í kosningunum en ráði þó samtals yfir um 110 af 132 þingsætum. Ef af verður þykja úrslitin áfall fyrir Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnarinnar. Hamas-liðar hafa verið kokhraustir í yfirlýsingum sínum og jafnvel gengið svo langt að lýsa því yfir í fjölmiðlum á borð við Haaretz í Ísrael og á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni að þeir hafi náð hreinum meirihluta. Búist er við úrslitum kosninganna síðdegis í dag en upphaflega átti að birta tölur í morgun. Því hefur líklega verið frestað vegna þeirrar óvæntu stöðu sem nú er komin upp. Allt lítur út fyrir að Hamas geti myndað stjórn með einhverjum af hinum níu framboðunum sem ein og hálf milljón kjósenda gat valið á milli. Ljóst má telja að það myndi valda usla í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs ef Hamas kæmist í ríkisstjórn enda hafa Ísraelsstjórn, Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið lýst því yfir að litið sé á Hamas sem hryðjuverkasamtök sem ekki verði tjónkað við. Bandaríkjamenn hafa þá áréttað þá afstöðu sína enn frekar eftir að útgönguspár birtust en Evrópusambandið aftur á móti virðist ætla að leyfa Hamas að njóta vafans og segist geta unnið með friðsamri ríkisstjórn hvernig sem hún er skipuð, enda fordæmi fyrir því að herská samtök taki upp friðsamleg vinnubrögð. Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ekki yrði unnið með ríkisstjórn sem Hamas á aðild að. Ahmed Qurei, forsætisráðherra, sagði af sér í morgun og lýsti þeirri skoðun sinni að eðlilegt væri að Hamas-samtökin mynduðu næstu ríkisstjórn í ljósi úrslitanna. Sem fyrr segir verða úrslitin birt síðar í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira