Fyrrum fyrirliði Arsenal og enska landsliðsins, Tony Adams, hefur verið ráðinn á reynslusamning sem þjálfari hjá hollenska liðinu Utrecht. Frá þessu var gengið í dag. "Hann verður hjá okkur í mánuð til að athuga hvort honum líst á starfið," sagði Foeke Booy, knattspyrnustjóri félagsins.
Adams hefur farið víða síðan hann lagði skóna á hilluna og hefur meðal annars þjálfað í neðri deildum í heimalandinu, auk stuttra tímabila í Belgíu, Frakklandi og á Ítalíu.