Mont og efasemdir 12. desember 2006 11:00 Þessi fyrsta sólóplata Bents stendur vel fyrir sínu. Taktarnir eru hráir og einfaldir en virka vel og Bent tekst vel að koma frá sér því sem hann vill segja. Stjörnur: 3 Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg. Nafnið á plötunni Rottweilerhundur er ágætlega við hæfi þar sem flestir taktarnir á henni eru gerðir af Lúlla, aðaltaktsmið XXX Rottweilerhunda, en auk hans eiga nokkrir aðrir taktsmiðir eitt lag hver á plötunni. Í anda amerískra hip-hop stjarna eru nokkrir gestarapparar; - BlazRoca mætir á svæðið í titillaginu Rottweilerhundur og 7berg rappar í laginu Hér kemur flugvélin. Þeir tveir ásamt U-Fresh og B-Kay eiga svo innkomur í endurgerð af laginu Skríbent sem lokar plötunni fyrir utan aukalag sem kemur í ljós nokkrum mínútum eftir að Skríbent rímixið endar. Það eru mörg flott lög á Rottweilerhundi, þ.á m. Skríbent (sérstaklega flottur þungur trommutaktur sem stendur alveg einn ef frá er talinn kórsöngur í viðlaginu.) og Móða (útvarpsvænsta lag plötunnar. Textinn flottur og líka takturinn sem er gerður af Johnny Sexual) og Rottweilerhundur. Almennt séð eru taktarnir frekar hráir og einfaldir en virka vel og heildarsvipurinn á plötunni er nokkuð sterkur. Lúlli í stuði. Lögin eru samt ekki öll jafn góð. Slak-asta lagið að mínu mati er Skunda skakkur. Bent er fínn rappari. Hann hefur flotta rödd og gott flæði. Textarnir eru líka margir ágætir. Þeir eru skemmtilegt sambland af monti og efasemdum. Ekki að Bent sé eitthvert stórskáld, en honum tekst að koma vel frá sér því sem hann vill segja. Íslenskt rapp er ekki mjög áberandi í dag, en það eru samt fínir hlutir í gangi. Nýjabrumið er löngu farið og það er ekkert merkilegt lengur í sjálfu sér að gera íslenska rappplötu. Eina leiðin til að vekja athygli er bara að gera góða plötu. Bent hefur tekist það, þó að ekki sé hún fullkomin. Trausti Júlíusson Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg. Nafnið á plötunni Rottweilerhundur er ágætlega við hæfi þar sem flestir taktarnir á henni eru gerðir af Lúlla, aðaltaktsmið XXX Rottweilerhunda, en auk hans eiga nokkrir aðrir taktsmiðir eitt lag hver á plötunni. Í anda amerískra hip-hop stjarna eru nokkrir gestarapparar; - BlazRoca mætir á svæðið í titillaginu Rottweilerhundur og 7berg rappar í laginu Hér kemur flugvélin. Þeir tveir ásamt U-Fresh og B-Kay eiga svo innkomur í endurgerð af laginu Skríbent sem lokar plötunni fyrir utan aukalag sem kemur í ljós nokkrum mínútum eftir að Skríbent rímixið endar. Það eru mörg flott lög á Rottweilerhundi, þ.á m. Skríbent (sérstaklega flottur þungur trommutaktur sem stendur alveg einn ef frá er talinn kórsöngur í viðlaginu.) og Móða (útvarpsvænsta lag plötunnar. Textinn flottur og líka takturinn sem er gerður af Johnny Sexual) og Rottweilerhundur. Almennt séð eru taktarnir frekar hráir og einfaldir en virka vel og heildarsvipurinn á plötunni er nokkuð sterkur. Lúlli í stuði. Lögin eru samt ekki öll jafn góð. Slak-asta lagið að mínu mati er Skunda skakkur. Bent er fínn rappari. Hann hefur flotta rödd og gott flæði. Textarnir eru líka margir ágætir. Þeir eru skemmtilegt sambland af monti og efasemdum. Ekki að Bent sé eitthvert stórskáld, en honum tekst að koma vel frá sér því sem hann vill segja. Íslenskt rapp er ekki mjög áberandi í dag, en það eru samt fínir hlutir í gangi. Nýjabrumið er löngu farið og það er ekkert merkilegt lengur í sjálfu sér að gera íslenska rappplötu. Eina leiðin til að vekja athygli er bara að gera góða plötu. Bent hefur tekist það, þó að ekki sé hún fullkomin. Trausti Júlíusson
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira