Lífið

Komin á spítala

Britney Spears farin upp á spítala til að láta taka annað barn sitt með keisaraskurði.
Britney Spears farin upp á spítala til að láta taka annað barn sitt með keisaraskurði.

Britney Spears fór ásamt maka sínum Kevin Federline upp á spítala í gær þar sem annað barn þeirra verður tekið með keisaraskurði. Það er viðeigandi því aðeins er ein vika í það að fyrsta barn þeirra hjóna, Sean Preston, verði ársgamall.

Skötuhjúin vita ekki hvors kyns barnið er en eru víst búin að velja bæði stráka- og stelpunafn. Barnið fæðist á sama spítala og Sean Preston og því auðveldlega hægt að segja að Britney sé orðin heimavön þar á bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.