Engin fólksfjölgun í aldarfjórðung 3. október 2006 06:45 Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður. Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður.
Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira