Innlent

Deilur um aðgerðir gegn mávum

Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri
Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri MYND/Vilhelm Gunnarsson

Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar ætlar að koma á aðgerðum til að fækka sílamávum í borginni. Fulltrúar minnihlutans segja fyrirhugaðar aðgerðir örvæntingarfulla tilraun til að láta eftir sér taka við stjórnarskiptin. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkur segir kvartanir vegna varfugla hafa verið það margar úr öllum borgarhlutum að það væri ábyrgðaleysi að bregast ekki skjótt við.

Mávurinn virðist sækja í meiri mæli inn í borgina í leit að æti nú en undanfarin ár þar sem lítið er af sílum í sjónum. Meirihlutinn leggur til að um 12.000 fuglar verði skotnir á hverju ári í stað 7000 sem venjan er.

Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna bendir á að ekki sé víst að stórkarlalegt átak í drápi sé besta leiðin til að fækka vargfugli í borginni. Stofninn telji u.þ.b. 100.000 fugla sem koma víðsvegar að og vill minnihlutinn athuga málið nánar. Sóley segir einnig þá aðferð sem meirihlutinn beiti í málinu ekki vera til marks um fagleg vinnubrögð. Tillagan hefði ekki verið auglýst á dagskrá og ráðsmeðlimir því ekki fengið rúm til að mynda sér skoðun. Auk þess sem svona aðgerð á ekki að ákveða í snarhasti á einum fundi, heldur í samráði við þá sem að málinu koma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×