Erlent

Rannsaka skattframtal Bretaprins

Karl Bretaprins og Kamilla konan hans.
Karl Bretaprins og Kamilla konan hans. MYND/Reuters

Karl Bretaprins mun sæta skattrannsókn þingmannanefndar, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Nefndin rannsakar vangoldna viðskiptaskatta Hertogadæmisins af Cornwall, sem er megintekjulind Karls. Hann borgar fullan tekjuskatt af tekjum sínum Hertogadæminu.

Formaður nefndarinnar hefur krafist þess að ríkisskattstjóri fái fullan aðgang að framtalsgögnum Hertogadæmisins í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×