Stílisti U2 gefst ekki upp 23. október 2006 15:45 Lögmætur eigandi stetson-hattsins? Bono hefur lýst því yfir að honum finnist réttarhöldin pínleg, en hann er væntanlega ekki einn um það. fréttablaðið/reuters MYND/reuters Eins og áður hefur komið fram heyja nú U2-menn og fyrrverandi stílisti þeirra, Lola Cashman, stríð fyrir dómstólum um yfirráð yfir flíkum sem U2-menn segja Lolu hafa stolið af þeim. Auk Stetson-hattsins sem Bono var með á hausnum á umslagi plötunnar Rattle and Hum snýst baráttan um eitt par af eyrnalokkum, bómullarpeysu og svartar buxur. Á þriðja degi réttarhaldanna greindi Lola frá því að samband hennar við Bono hefði verið mjög náið. Sem sönnun fyrir því lét hún sýna myndband frá tónleikum U2. Þar rýkur hún á sviðið með kampavínsflösku, sparkar í „karlmennsku" Bonos og skýtur kampavínstappanum framan í hann. Á myndbandinu brást Bono við þessu með því að segjast elska hana og biðja hana að koma aftur. Þetta telur Lola vera sönnun á sérstöku sambandi hennar við Bono, og styðja þá fullyrðingu hennar að henni hafi verið gefin fötin. Bono hefur áður sagst fara hjá sér út af réttarhöldunum og það er kannski ekki nema von. Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram heyja nú U2-menn og fyrrverandi stílisti þeirra, Lola Cashman, stríð fyrir dómstólum um yfirráð yfir flíkum sem U2-menn segja Lolu hafa stolið af þeim. Auk Stetson-hattsins sem Bono var með á hausnum á umslagi plötunnar Rattle and Hum snýst baráttan um eitt par af eyrnalokkum, bómullarpeysu og svartar buxur. Á þriðja degi réttarhaldanna greindi Lola frá því að samband hennar við Bono hefði verið mjög náið. Sem sönnun fyrir því lét hún sýna myndband frá tónleikum U2. Þar rýkur hún á sviðið með kampavínsflösku, sparkar í „karlmennsku" Bonos og skýtur kampavínstappanum framan í hann. Á myndbandinu brást Bono við þessu með því að segjast elska hana og biðja hana að koma aftur. Þetta telur Lola vera sönnun á sérstöku sambandi hennar við Bono, og styðja þá fullyrðingu hennar að henni hafi verið gefin fötin. Bono hefur áður sagst fara hjá sér út af réttarhöldunum og það er kannski ekki nema von.
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira