Keflvíkingar stálu sigrinum í lokin
Keflvíkingar lögðu nýliða Víkings 2-1 á heimavelli sínum í Keflavík í kvöld og það var Stefán Örn Arnarson sem skoraði sigurmark liðsins í blálokin. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu, en Davíð Þór Rúnarsson jafnaði fyrir Víking á þeirri 69. Víkingur hefur því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni.
Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





