Ætluðu ekki að spila gegn Svisslendingum 19. júní 2006 13:30 leikmenn tógó Fagna hér marki sínu í 2-1 tapleik gegn Suður-Kóreu en þeir eiga í hörðum deilum þessa dagana. MYND/nordicphotos/afp FIFA þurfti að hafa afskipti af leikmönnum Tógó sem ætluðu sér ekki að mæta í leikinn gegn Sviss í G-riðli HM í dag. Leikmenn liðsins eiga í deilum við knattspyrnusamband landsins vegna greiðslu fyrir að spila á mótinu og á meðan deilan stendur gátu þeir ekki hugsað sér að spila. "Þeir vildu ekki spila leikinn," sagði talsmaður FIFA sem talaði leikmenn Tógó til í gær. "Við tjáðum þeim að ef þeir mættu ekki hefði það mikil áhrif og þeim var tjáð hversu óraunsæir og ósanngjarnir þeir voru," bætti talsmaðurinn við en leikmenn Tógó fóru ekki úr æfingabúðum sínum í tæka tíð gær og misstu því af flugi sínu til Dortmund þar sem leikurinn fer fram í dag. Eftir miklar umræður ákváðu þeir loksins að fara og nældu sér í flug á síðustu stundu. "Við erum í rútunni núna," sagði Otto Pfister í símaviðtali í gær en bætti við að hann hefði ekki hugmynd um hvort deilan hefði leyst og að hann hefði ekki áhuga á því að vita það. Pfister sjálfur hætti rétt fyrir fyrsta leikinn gegn Suður-Kóreu, en hætti síðan við að hætta á síðustu stundu. Það er því greinilega ekki tekið með sældinni að fara með Tógó á HM í Þýskalandi. Leikmenn frá þessu smáríki í Afríku heimtuðu 155.000 evrur hver fyrir að spila á mótinu frá knattspyrnusambandi Tógó, 30.000 evrur fyrir sigur og helming þess fyrir jafntefli. Forráðamenn knattspyrnusambandsins sögðu þó að þessar upphæðir væru alltof háar en meðaltekjur í Tógó eru undir 800 evrum á mánuði. Aldrei hefur það gerst að lið sem komist hefur í lokakeppni HM hafi ekki mætt í leik í 76 ára langri sögu HM, en það stóð tæpt í þetta sinn. Þjóð sem gerir það á yfir höfði sér háa fjársekt og líklega útilokun frá næstu heimsmeistarakeppni. Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
FIFA þurfti að hafa afskipti af leikmönnum Tógó sem ætluðu sér ekki að mæta í leikinn gegn Sviss í G-riðli HM í dag. Leikmenn liðsins eiga í deilum við knattspyrnusamband landsins vegna greiðslu fyrir að spila á mótinu og á meðan deilan stendur gátu þeir ekki hugsað sér að spila. "Þeir vildu ekki spila leikinn," sagði talsmaður FIFA sem talaði leikmenn Tógó til í gær. "Við tjáðum þeim að ef þeir mættu ekki hefði það mikil áhrif og þeim var tjáð hversu óraunsæir og ósanngjarnir þeir voru," bætti talsmaðurinn við en leikmenn Tógó fóru ekki úr æfingabúðum sínum í tæka tíð gær og misstu því af flugi sínu til Dortmund þar sem leikurinn fer fram í dag. Eftir miklar umræður ákváðu þeir loksins að fara og nældu sér í flug á síðustu stundu. "Við erum í rútunni núna," sagði Otto Pfister í símaviðtali í gær en bætti við að hann hefði ekki hugmynd um hvort deilan hefði leyst og að hann hefði ekki áhuga á því að vita það. Pfister sjálfur hætti rétt fyrir fyrsta leikinn gegn Suður-Kóreu, en hætti síðan við að hætta á síðustu stundu. Það er því greinilega ekki tekið með sældinni að fara með Tógó á HM í Þýskalandi. Leikmenn frá þessu smáríki í Afríku heimtuðu 155.000 evrur hver fyrir að spila á mótinu frá knattspyrnusambandi Tógó, 30.000 evrur fyrir sigur og helming þess fyrir jafntefli. Forráðamenn knattspyrnusambandsins sögðu þó að þessar upphæðir væru alltof háar en meðaltekjur í Tógó eru undir 800 evrum á mánuði. Aldrei hefur það gerst að lið sem komist hefur í lokakeppni HM hafi ekki mætt í leik í 76 ára langri sögu HM, en það stóð tæpt í þetta sinn. Þjóð sem gerir það á yfir höfði sér háa fjársekt og líklega útilokun frá næstu heimsmeistarakeppni.
Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira