Innlent

Nokkur pláss laus á sængurkvennadeildum landsins

Fundur Ljósmæðrafélags Íslands og samningarnefndar heilbrigðisráðuneytisins stendur enn yfir en lítið virðist miða í kjarabaráttu ljósmæðra í heimaþjójustu. Á meðan bíða börn og mæður þeirra eftir að fá að fara heim af sængurkvennadeildum landsins. Sængurkvennapláss á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi eru þéttsetin en þó er ekki enn orðið yfirfullt.

Sængurkvennaplássin á Landspítala-háskólasjúkrahúsi hafa verið þéttskipuð síðustu daga. Á Heillbrigðsstofnun Suðurlands á Selfossi eru nokkur pláss laus en nokkuð hefur borið á því að þungaðar konur á höfuðborgarsvæðinu sem eiga von á sér á næstu dögum, hafi verið að spyrjast fyrir um hvort þær geti fætt barn sitt á Selfossi.

Hjónin Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Sigurður Hjalti Kristjánsson eignuðust sitt annað barn í gær morgun. Þau dvelja á Hreiðrinu en bíða þess að fá að fara heim. Þeim líkar dvölin vel á Hreiðrinu en hefðu þó frekar kosið að geta farið heim og nýtt sér heimaþjónustu ljósmæðra. Bryndís segir að óvissan sé óþægileg en þau vonast þó til að fá að fara heim um leið og kjarabarátta ljósmæðra leysist.

Bryndís og Sigurður eru sammála um að heimaþjónusta ljósmæðra skipti foreldra miklu máli, ekki hvað síst fyrir feðurna og fjölskylduna alla. Miklu muni að geta verið saman heima og fá ljósmóður til sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×