Innlent

Dæmdur fyrir að hafa undir höndum barnaklám

Héraðsdómur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í 12 mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir að hafa undir höndum gróft barnaklám.

Ljósmyndir og hreyfimyndir sem sýndu börn á klámfenginn hátt fundust við húsleit lögreglu í mars og október árið 2005 og þóttu þær margar mjög grófar. Manninum var talið til refsilækkunar að hann hefði sýnt iðrun og leitað sér lækningar við klámfíkn sinni. Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 skilorðsbundna, og til greiðslu sakarkostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×