Trabant snýr aftur með nýtt efni 15. desember 2006 16:00 Trabant hafa ekki spilað í hálft ár og lofa brjáluðu stuði. „Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. . Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. .
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira