Elton og Duran Duran heiðra Díönu 13. desember 2006 11:30 Söngvarinn Elton John, sem var góður vinur Díönu prinsessu, mun syngja á Wembley 1. júlí á næsta ári. Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári. Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að tíu ár verða á næsta ári liðin síðan Díana lést í bílslysi í París. Hinn 1. júlí hefði Díana jafnframt haldið upp á 46 ára afmæli sitt. Synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, sjá um skipulagningu tónleikanna. „Við vildum báðir leggja okkar af mörkum. Við viljum að tónleikarnir endurspegli nákvæmlega það sem móðir okkar hefði viljað," sagði Vilhjálmur prins. „Þess vegna er ekki nóg að hafa bara kirkjuathöfn. Við vildum stóra tónleika með mikilli orku og mikilli gleði, sem við vitum að hún hefði viljað." Elton John er hæstánægður með framtak prinsanna. „Ég fagna Vilhjálmi og Harry fyrir að velja að heiðra móður sína með þessum tónleikum. Ég er gríðarlega spenntur að fá að koma fram á þessum atburði," sagði hann. Joss Stone. Söngkonan unga syngur á tónleikunum. . Pharrell. Tónlistarmaðurinn kunni heiðrar minningu Díönu prinsessu. . Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári. Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að tíu ár verða á næsta ári liðin síðan Díana lést í bílslysi í París. Hinn 1. júlí hefði Díana jafnframt haldið upp á 46 ára afmæli sitt. Synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, sjá um skipulagningu tónleikanna. „Við vildum báðir leggja okkar af mörkum. Við viljum að tónleikarnir endurspegli nákvæmlega það sem móðir okkar hefði viljað," sagði Vilhjálmur prins. „Þess vegna er ekki nóg að hafa bara kirkjuathöfn. Við vildum stóra tónleika með mikilli orku og mikilli gleði, sem við vitum að hún hefði viljað." Elton John er hæstánægður með framtak prinsanna. „Ég fagna Vilhjálmi og Harry fyrir að velja að heiðra móður sína með þessum tónleikum. Ég er gríðarlega spenntur að fá að koma fram á þessum atburði," sagði hann. Joss Stone. Söngkonan unga syngur á tónleikunum. . Pharrell. Tónlistarmaðurinn kunni heiðrar minningu Díönu prinsessu. .
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira