Tónlist

Elton og Duran Duran heiðra Díönu

Söngvarinn Elton John, sem var góður vinur Díönu prinsessu, mun syngja á Wembley 1. júlí á næsta ári.
Söngvarinn Elton John, sem var góður vinur Díönu prinsessu, mun syngja á Wembley 1. júlí á næsta ári.

Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári.

Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að tíu ár verða á næsta ári liðin síðan Díana lést í bílslysi í París. Hinn 1. júlí hefði Díana jafnframt haldið upp á 46 ára afmæli sitt.

Synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, sjá um skipulagningu tónleikanna. „Við vildum báðir leggja okkar af mörkum. Við viljum að tónleikarnir endurspegli nákvæmlega það sem móðir okkar hefði viljað," sagði Vilhjálmur prins. „Þess vegna er ekki nóg að hafa bara kirkjuathöfn. Við vildum stóra tónleika með mikilli orku og mikilli gleði, sem við vitum að hún hefði viljað."

Elton John er hæstánægður með framtak prinsanna. „Ég fagna Vilhjálmi og Harry fyrir að velja að heiðra móður sína með þessum tónleikum. Ég er gríðarlega spenntur að fá að koma fram á þessum atburði," sagði hann.

Joss Stone. Söngkonan unga syngur á tónleikunum.


.
Pharrell. Tónlistarmaðurinn kunni heiðrar minningu Díönu prinsessu.


.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×