Tónlist

Heim frá Japan

Hljómsveitin Benni Hemm Hemm heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói á föstudag.
fréttablaðið/gva
Hljómsveitin Benni Hemm Hemm heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói á föstudag. fréttablaðið/gva

Benni Hemm Hemm heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 15. desember. Fagnar hljómsveitin þá útgáfu annarrar plötu sinnar, Kajak, sem hefur fengið góðar viðtökur. Var hún nýverið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta poppplatan.

Hljómsveitin er nýkomin til landsins eftir tónleikahald í Englandi og Japan. Í Englandi lék hljómsveitin á tónleikum á The Luminaire í London. Þaðan var farið til Japan, þar sem hljómsveitin lék á þremur vel heppnuðum tónleikum, tvennum í Tókíó og einum í Kyoto.

Ásamt Benna Hemm Hemm koma fram á útgáfutónleikunum hljómsveitirnar Skakkamanage, Retro Stefson og Hjaltalín. Húsið verður opnað kl. 20.30 og hefjast tónleikarnir kl. 21. Kynnir kvöldsins er Hugleikur Dagsson.

Einungis eru um 200 miðar í boði á tónleikana. Miðasala fer fram í verslun 12 tóna. Miðaverð er 1.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×